Home Fréttir Í fréttum Miðgarður kostaði fjóra milljarða

Miðgarður kostaði fjóra milljarða

400
0
Miðgarður er fjölnota íþróttahús í Garðabæ. Ljósmynd/Aðsend

Æfing­ar hóf­ust í gær í nýja fjöl­nota íþrótta­hús­inu í Vetr­ar­mýri í Garðabæ sem ber heitið Miðgarður.

<>

Í til­kynn­ingu frá Garðabæ seg­ir að bæj­ar­stjórn Garðabæj­ar opnaði húsið form­lega til æf­inga.

Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar og Björg Fenger, for­seti bæj­ar­stjórn­ar og formaður íþrótta- og tóm­stundaráðs Garðabæj­ar, fluttu ávörp.

Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar, flutti ávarp er íþrótta­húsið var opnað.

Ung­ir knatt­spyrnuiðkend­ur úr yngstu knatt­spyrnu­flokk­um Stjörn­unn­ar og Ung­menna­fé­lagi Álfta­ness mættu til æf­inga um morg­un­inn og göngu­hóp­ar úr fé­lög­um eldri borg­ara í Garðabæ og Álfta­nesi fengu að prófa göngu- og skokk­braut sem ligg­ur um sval­irn­ar í hús­inu.

Ung­ir knatt­spyrnuiðkend­ur úr yngstu knatt­spyrnu­flokk­um Stjörn­unn­ar mættu til æf­inga í dag. Ljós­mynd/​Aðsend

Ein stærsta fram­kvæmd sem Garðabær hef­ur ráðist í

Heild­ar­kostnaður við verkið er um fjór­ir millj­arðar og er ein stærsta fram­kvæmd sem Garðabær hef­ur ráðist í.

Garðabær samdi við Íslenska aðal­verk­taka (ÍAV) um al­út­boð á verk­inu í lok árs 2018 en fram­kvæmd­ir hóf­ust í byrj­un árs 2019. Hönnuðir húss­ins eru ASK arki­tekt­ar og Verkís verk­fræðistofa sá um verk­fræðihönn­un og ÍAV byggði húsið.

Garðabær efndi síðasta haust til nafna­sam­keppni um nafn á nýja fjöl­nota íþrótta­hús­inu í Garðabæ sem var öll­um opin og íbú­ar hvatt­ir til að taka þátt í.

Nafn húss­ins, Miðgarður, var svo til­kynnt form­lega í janú­ar á þessu ári.

„Sam­kvæmt goðafræðinni er Miðgarður miðja heims­ins og sá staður þar sem mann­fólkið býr. Það rím­ar vel við hug­mynd­ir um fjöl­nota íþrótta­húsið þar sem von­ast er eft­ir lífi og fjöri á degi hverj­um ásamt því að þar verður rými fyr­ir fjöl­breytt viðfangs­efni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is