Home Fréttir Í fréttum Verð íbúða náð fordæmalausum hæðum

Verð íbúða náð fordæmalausum hæðum

174
0
Í dag er kaupmáttarleiðréttur húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði hærri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi. mbl.is/Baldur Arnarson

Íbúðaverð hef­ur náð for­dæma­laus­um hæðum á sama tíma og stuðnings­kerfi rík­is­ins við íbúðakaup launa­fólks, vaxta­bæt­ur, hef­ur fjarað út. Sí­fellt erfiðara er að festa kaup á íbúðar­hús­næði á Íslandi.

<>

Þetta kem­ur fram í 2. tölu­blaði Kjara­f­rétta Efl­ing­ar.

Í stað þess hafa stjórn­völd lagt hluta af því sem sparaðist í stofn­fjárstyrki til bygg­inga leigu­íbúða og í hlut­deild­ar­lán. Það mun hins veg­ar ekki koma til með að gagn­ast nema hluta þeirra sem áður áttu kost á um­tals­verðum vaxta­bót­um, að því er fram kem­ur í Kjara­f­rétt­um.

Þá er einnig skort­ur á hús­næði þar sem að ekki hef­ur verið byggt nægi­lega mikið. Hef­ur staðan stór­lega versnað.

Kaup­mátt­ar­leiðrétt­ur hús­næðis­kostnaður þeirra sem búa í eig­in hús­næði á Íslandi er jafn­framt sá hæsti sem finnst í Evr­ópu. End­ur­spegl­ar það þann mikla kostnað sem fylg­ir fjár­mögn­un íbúðakaupa og þörf­ina fyr­ir öfl­ugt vaxta­bóta­kerfi hér á landi.

Heimild: Mbl.is