F.h. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Gufunes 1. áfangi – Stígur að Strandvegi, útboð nr. 15379
Verkið felst í að leggja 550 m langan malbikaðan göngustíg milli Jöfursbáss og Strandvegar í Gufunesi, auk tveggja tröppustíga, 50 m og 70 m langra. Í verkinu er einnig lagning ræsa gegnum stíg, stíglýsing og landmótun meðfram stíg.
Verkið felst í megindráttum í eftirfarandi:
- Uppgröftur/jarðvegsskipti
- Lögn ræsa gegnum stíg
- Burðarlag undir malbik
- Malbikun stígs
- Gerð tröppustígs milli stígahluta
- Hellulögn stigapalla ásamt lagningu viðvörunarhellna á þeim og við
- Gerð stíglýsingar meðfram stíg
- Mótun lands meðfram stíg
- Þökulögn
- Grassáning
Helstu magntölur verksins eru:
- Uppgröftur: 2.200 m³
- Styrktarlag, burðarlag: 1800 m³
- Stígamalbik: 1620 m²
- Forsteypt þrep, 2 m: 43 stk.
- Þökulögn: 1300 m²
- Uppsetning ljósastólpa: 18 stk.
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 14:00 þann 21. desember 2021, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.
Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, 12. janúar 2022.