Lóðir fyrir 7 einbýlishús og tvö parhús eru nú lausar til umsóknar á Grímsstaðareitnum í hjarta Hveragerðisbæjar.
Lóðirnar standa við Heiðmörk og má sjá deiliskipulagið á meðfylgjandi mynd þar sem hinn skyggði reitur sýnir þær lóðir sem nú koma til úthlutunar.
Nú hafa lóðir á Grímsstaðareitnum verið auglýstar lausar til umsóknar. Um er að ræða lóðir fyrir 7 einbýlishús og tvö parhús.
Lóðirnar standa við Heiðmörk og má sjá deilisupulagið á meðfylgjandi mynd þar sem hinn skyggði reitur sýnir þær lóðir sem nú koma til úthlutunar.
Vakin er athygli á því að samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar er veittur 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum árið 2015.
Hér má nálgast lóðablöð lóðanna sem um er að ræða. Upplýsingar um lausar lóðir
Hér má greinargerð með deiliskipulagi Grímsttaðareitsins Greinargerð
Grímsstaðareitur – skyggðar lóðir eru til úthlutunar núna.
Heimild: Hveragerdi.is