Home Fréttir Í fréttum Reykjavíkurborg sýknuð af kröfu Sérverks

Reykjavíkurborg sýknuð af kröfu Sérverks

154
0
Sérverk krafðist í bréfi til Reykjavíkurborgar í september 2019 að innviðagjaldið yrði endurgreitt en borgin hafnaði því alfarið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lands­rétt­ur sýknaði í dag Reykja­vík­ur­borg af kröfu Sér­verks ehf. um end­ur­greiðslu á rúm­um 120 millj­ón­um króna auk drátt­ar­vaxta sem fyr­ir­tækið hafði greitt vegna innviðagjalda árið 2018.

<>

Dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur hef­ur því verið staðfest­ur en máls­kostnaður var lækkaður í Lands­rétti úr 1,9 millj­ón­um króna í eina millj­ón sem Sér­verk þarf að greiða Reykja­vík­ur­borg í máls­kostnað.

Sér­verk taldi álagn­ingu innviðagjalds­ins ólög­mæta og að tekju­öfl­un sveit­ar­fé­laga yrði að byggj­ast á heim­ild­um í lög­um.

Kunn­ugt um sam­komu­lag í kaup­samn­ingn­um

Í dómn­um seg­ir að Sér­verk keypti lóðina Kugga­vog 5 af Voga­byggð ehf. árið 2017.

Í kaup­samn­ingn­um seg­ir meðal ann­ars að kaup­anda, Sér­verk, sé kunn­ugt um sam­komu­lag milli Voga­byggðar, Hamla og Reykja­vík­ur frá 2016 um skipu­lag, upp­bygg­ingu og þróun á svæði í Voga­byggð Reykja­vík.

Með kaup­samn­ingn­um yf­ir­tók Sér­verk öll rétt­indi og skyld­ur sam­kvæmt veðskulda­bréfi sem Voga­byggð ehf. gaf út árið 2017 áður en kaup­in áttu sér stað.

Upp­greiðslu­verð þess í októ­ber 2018 var um 120 millj­ón­ir króna. Sér­verk krafðist í bréfi til Reykja­vík­ur­borg­ar í sept­em­ber 2019 að innviðagjaldið yrði end­ur­greitt en borg­in hafnaði því al­farið.