Home Fréttir Í fréttum Kaupa í Ártúnshöfða fyrir 7 milljarða

Kaupa í Ártúnshöfða fyrir 7 milljarða

733
0
Frá undirritun samnings í dag. Sigurður Smári Gylfason og Áslaug Guðrúnardóttir frá Þorpinu (til hægri á mynd ) ásamt Mána Atlasyni og Daníel Þór Magnússyni frá Agros. Aðsend mynd

Þorpið vistfélag hefur keypt byggingarrétt í Ártúnshöfða fyrir 7 milljarða og hyggst byggja 1.000-1.200 íbúðir.

<>

Þorpið 6 ehf, dótturfélag Þorpsins vistfélags, keypti í dag byggingarétt í Ártúnhöfða að 80 þúsund fermetrum ofanjarðar. Seljandi er Árland ehf, félag í eigu Agros fjárfestingasjóðs.

Heildarfjárhæð samningsins er 7 milljarðar króna en Arctica Finance stýrir fjármögnun verkefnisins fyrir Þorpið. Fasteignasalan Miklaborg hafði milligöngu um söluna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„Þetta er eitt alstærsta einstaka íbúðaverkefni einkaaðila í sögu Reykjavíkur,“ er haft eftir Runólfi Ágústssyni, verkefnastjóra þróunar hjá Þorpinu vistfélagi. Haft er eftir honum að áætlað sé að byggja á bilinu 1.000-1.200 íbúðir á þessum reitum.

„Til að setja setja málið í samhengi er sambærilegur fjöldi íbúða og á Ísafirði eða í Neðra Breiðholti. Þetta verða fjölbreytilegar íbúðir sem munu eiga það eitt sameiginlegt að vera grænar, vistvænar og umhverfisvottaðar.

Við munum einnig leggja áherslu á félagslega blöndun varðandi efnahag og aldur. Hluti íbúðanna verða leiguíbúðir, hluti fyrir eldri borgara og þarna verða glæsilegar þakíbúðir með útsýni til suðvesturs yfir borgina.

Þá viljum við einnig þróa með borginni hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur líkt og við höfum verið að byggja í Gufunesi auk þess sem Félagsbústaðir munu hafa kauprétt að 5% íbúða“, segir Runólfur.

bygg
Svæðið verður þróað og markaðssett undir heitinu Grænhöfði. Það liggur að Krossamýrartorgi þar sem endastöð fyrsta áfanga Borgarlínu opnar í júní 2025 en Borgarlínan liggur í gegnum svæðið. Stefnt er á að allar íbúðir í Grænhöfða verði Svansvottaðar.

Samhliða kaupunum hefur Þorpið gert samning við Byggingafélagið Upprisu um byggingu fyrsta áfanga hverfisins en áætlað er að hefja framkvæmdir á svæðinu í mars og fyrstu íbúðirnar afhentar í júní ári síðar.

Þorpið ætlar að ljúka uppbyggingu hverfisins alls á næstu 3-5 árum.

Heimild: Vb.is