Home Fréttir Í fréttum Íbúðarhús í stað bensínstöðvar

Íbúðarhús í stað bensínstöðvar

123
0
Á lóðinni sem um ræðir er í dag sjálfsafgreiðslustöð Atlantsolíu fyrir bensín og reiðhjólaverslunin Berlín.

Atlantsol­ía hef­ur verið í viðræðum við Reykja­vík­ur­borg um að loka bens­ín­stöð fyr­ir­tæk­is­ins við Háa­leit­is­braut 12.

<>

Áform­ar Atlantsol­ía að fjar­lægja stöðina og breyta notk­un lóðar­inn­ar í íbúðabyggð, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Á síðasta fundi skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur var lögð fram fyr­ir­spurn Hans Olavs And­er­sens dags. 26. ág­úst 2021 varðandi breyt­ingu á deili­skipu­lagi Safa­mýr­ar-Álfta­mýr­ar vegna lóðar­inn­ar nr. 12 við Háa­leit­is­braut sem felst í stækk­un lóðar, breyt­ingu á notk­un í íbúðabyggð og upp­bygg­ingu, sam­kvæmt til­lögu Teikni­stof­unn­ar Traðar.

Í dag er þar rek­in sjálfsaf­greiðslu­stöð fyr­ir bens­ín og hjóla­versl­un­in Berlín.

Íbúðir verði 81 tals­ins

Í frum­at­hug­un sem fylgdi fyr­ir­spurn­inni kem­ur fram að lóðin sé í dag 1.910 fer­metr­ar en lagt er til að breyta lóðarmörk­um svo hún stækki í 3.837 fer­metra.

Sam­kvæmt frum­at­hug­un­inni er gert ráð fyr­ir að bygg­ing­arn­ar verði þrjár, hæst sjö hæðir.

Þær verða sam­tals 7.824 fer­metr­ar með geymsl­um. Íbúðirn­ar verða 81 tals­ins, þar af 37 tveggja her­bergja. Bíla­geymsla verður 1.985 fer­metr­ar.

Skipu­lags­full­trúi vísaði fyr­ir­spurn­inni til um­sagn­ar verk­efn­is­stjóra.

Atlantsol­ía keypti stöðina við Háa­leit­is­braut í des­em­ber 2018 af Olís, sem þurfti að selja fimm bens­ín­stöðvar sín­ar vegna sam­ein­ing­ar við Haga.

Með kaup­un­um fylgdu meðal ann­ars fast­eign­ir, lóða- og aðstöðusamn­ing­ar.

Heimild: Mbl.is