Í síðustu viku voru hjá Vegagerðinni opnuð tilboð í framkvæmdir við Þjóðveg 1 í gegnum Borgarnes.
Gera á þrjár lagfæringar til umferðaröryggisbóta.
Í fyrsta lagi á gatnamótum þjóðvegarins og Hrafnakletts á móts við pizzustaðinn La Colina, í annan stað uppsetningu gönguljósa og lagfæringar á hraðahindrun við gönguþverun á móts við leikskólann Klettaborg og loks í þriðja lagi lagfæringu á gönguþverun á móts við starfsstöð Vegagerðarinnar.
Áætlaður kostnaður Vegagerðarinnar við verk þessi var 130 milljónir króna.
Bæði tilboðin sem bárust voru yfir henni, en Borgarverk bauð 148,8 milljónir og PK Verk ehf. í Hafnarfirði bauð 164,3 milljónir. Samkvæmt útboðinu á framkvæmdum að vera lokið 15. júní 2022.
Heimild: Skessuhorn.is