Home Fréttir Í fréttum Flateyri: Suðurverk bauð lægst í snjóflóðavarnir

Flateyri: Suðurverk bauð lægst í snjóflóðavarnir

240
0

Suðurverk bauð lægst í víkkun snjóflóðarása á Flateyri sem Framkvæmdasýslan bauð út, en tilboð voru opnuð síðasta fimmtudag. Tilboð Suðurverks var 112,5 m.kr.

<>

Tvö önnur tilboð bárust, annað frá Búaðstoð 256,2 m.kr. og hitt frá Kubbi 327,8 m.kr.

Kostnaðaráærlun var 162,4 m.kr.

Framkvæmdaýslan lagði til að samið yrði við Suðurverk enda hafi athugun á fjárhagsstöðu fyrirtækisins ekki mælt gegn því að samið yrði við það. Tilboð Suðurverks er 30% undir kostnaðaráætlun.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur fallist á tillögu Framkvæmdasýslunnar.

Heimild: BB.is