Hafnarsjóður Þorlákshafnar hafnar óskar eftir tilboðum í ofangreint verk.
Verkefnið felst í lengingu Suðurvarargarðs um 250 m, rifi harðviðartunnu á garðsenda og undirbúningi á færslu og snúningi Suðurvararbryggju með byggingu brimvarnargarðs og niðurbroti Suðurvararbryggju og dýpkun bryggjustæðis niður í kóta -9,0 m.
Helstu magntölur
Kjarnafyllingar í garða 250.000 m3 Grjót raðað í garða 195.000 m3 Upptaka og endurröðun grjóts 58.000 m3 Dýpkun 10.000 m3 Landfylling 13.000 m3 Bryggjurif 200 m
|
Verkinu er skipt upp í 6 áfanga sem er nánar lýst í útboðslýsingu og skal verkefninu að fullu lokið 1.desember 2023.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með sunnudeginum 12. september 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 12. október 2021.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.