Home Fréttir Í fréttum Bygging flugstöðvar á Akureyri boðin út á ný

Bygging flugstöðvar á Akureyri boðin út á ný

194
0
Mynd: Isavia
Isavia hafnaði eina tilboðinu sem barst í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Stefnt er að nýju útboði í október.

Fyrirtækið Húsheild ehf. í Mývatnssveit bauð 910 milljónir króna í verkið. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia, segir tilboðið talsvert yfir kostnaðaráætlun og því hafi þess vegna verið hafnað.

<>

„Við erum nú að yfirfara útboðsgögnin og munum bjóða verkið út aftur núna í byrjun október,“ segir Sigrún.

Um er að ræða 1.100 fermetra viðbyggingu við flugstöðina á Akureyri ásamt breytingum á núverandi flugstöð og nánasta umhverfi.

Fyrsta skóflustunga var tekin 5. júní og verkið boðið út mánuði síðar.

Heimild: Ruv.is