Home Fréttir Í fréttum 120 milljónir í viðgerðir á yfirlæknabústaðnum

120 milljónir í viðgerðir á yfirlæknabústaðnum

197
0
Mynd: Sverrir Vilhelmsson

Fjár­magn hef­ur verið tryggt til að hægt verði að ganga í viðgerðir og end­ur­bæt­ur á yf­ir­lækna­bú­staðnum á Víf­ils­stöðum en áætlaður heild­ar­kostnaður við ut­an­hússviðgerðir eru í kring­um 120 millj­ón­ir króna, sam­kvæmt grein­ar­gerð sem unn­in var í árs­byrj­un á veg­um Rík­is­eigna. Stefnt er að því að fram­kvæmd­ir hefj­ist á þessu ári.

<>

Þetta kem­ur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, við fyr­ir­spurn Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manni Miðflokks­ins. Sig­mund­ur vildi fá að vita hvað hefði verið gert til að vernda eða gera upp lækn­is­bú­staðinn á Víf­ils­stöðum.

Yf­ir­lækna­bú­staður­inn var færður í umráð Rík­is­eigna frá Lands­spít­al­an­um til að hægt væri að tryggja varðveislu eign­ar­inn­ar en ástand henn­ar er lé­legt og hef­ur hún staðið ónotuð í um ára­bil, að því er kem­ur fram í svari ráðherra.

Var Rík­is­eign­um falið það verk­efni að kanna ástand húsa á Víf­ils­stöðum en þar standa fjór­ar eign­ir, gamla heilsu­hælið, fjósið, mótor­húsið og yf­ir­lækn­is­bú­staður­inn, sem eru friðaðar sam­kvæmt lög­um um menn­ing­ar­minj­ar en eign­irn­ar eru all­ar yfir 100 ára.

Heimild: Mbl.is