Home Fréttir Í fréttum Ráðgjafarsamningur í Georgíu gerður við Verkís og Landsvirkjun Power

Ráðgjafarsamningur í Georgíu gerður við Verkís og Landsvirkjun Power

98
0

GCG undirritaði einnig ráðgjafarsamning við Verkís og Landsvirkjun Power um verkhönnun og útboðshönnun virkjananna.

<>

Georgian Co-Investment Fund (GCF), einkarekinn fjárfestingasjóður með aðsetur í Georgiu, hefur tilkynnt um 723 milljón dollara fjárfestingu í vatnsaflsvirkjunarverkefni við Tskhenistskali fljót í Georgíu.

Fyrirhugað er að uppsett afl verði 347 MW í fjórum virkjunum og árleg framleiðslugeta um 1744 GWh/a. Í síðustu viku var undirrituð viljayfirlýsing við Ríkisstjórn Georgíu um fyrirhugaðar framkvæmdir. Áætlað er að orkuframleiðslan verði nýtt fyrir innlenda neyslu og útflutnings til Tyrklands.

Heimild: Verkís.is