Fagfjárfestasjóðurinn 105 Miðborg slhf. og ÍAV hafa náð samkomulagi um að afturkalla kyrrsetningarbeiðnir gagnvart hvort öðru og að uppgjöri vegna ágreiningsmála milli aðila, sem áður hefur verið fjallað um á mbl.is, verði lokið með hefðbundnum hætti fyrir dómstólum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögmanni ÍAV.
Fjallað hefur verið um deilur ÍAV og 105 Miðborgar vegna verkframkvæmda á Kirkjusandi í Reykjavík að undanförnu.
Hafa deilurnar m.a. ratað inn á borð Sýslumanns þar sem settar hafa verið fram kröfur um kyrrsetningu.
Í málinu hefur verið deilt um frágang á annað hundruð íbúða á Kirkjusandi, en ÍAV sá um uppbyggingu þar uns 105 Miðborg rifti samningum við fyrirtækið í febrúar þessa árs.
Heimild: Mbl.is