Home Í fréttum Niðurstöður útboða Útivistarsvæði á Norðurbakka – yfirboðsvinna er hafin

Útivistarsvæði á Norðurbakka – yfirboðsvinna er hafin

400
0

Í apríl 2021 óskaði Hafnarfjarðarbær eftir tilboðum í verkið Norðurbakki – útivistarsvæði sem felur í sér endurgerð á yfirborði bryggju og bryggjukanti við Norðurbakka í Hafnarfirði.

<>

Verktækni ehf reyndist með hagstæðasta tilboðið og var snemmsumars gengið til samninga við þá um framkvæmdina. Yfirborðsvinna er hafin.

Fjölbreytt og heillandi útivistarsvæði

Um er að ræða útivistarsvæði og gönguleið sem tengist miðbænum. Framkvæmdin felur í sér fyrsta áfanga við frágang á yfirborði bakkans en stefnt er að því að gera Norðurbakkann að fjölbreyttu og heillandi útivistarsvæði sem hluta Strandstígsins – allt frá Langeyrarmölum að smábátahöfninni. Verkið hófst í júlí og er gert ráð frir að því ljúki í nóvember.

Heimild: Hafnarfjörður.is