Home Fréttir Í fréttum Áform um stækkun Hótel Blönduóss

Áform um stækkun Hótel Blönduóss

95
0

Áform um stækkun Hótel Blönduóss

<>

Lárus B. Jónsson hefur hug á að byggja 400 fermetra hús vestan við Hótel Blönduós. Húsið, sem standa myndi sjálfstætt og vera á einni hæð yrði hluti af Hótel Blönduósi. Lárus og Helgi Marino kynntu áform um bygginguna fyrir byggðaráði Blönduósbæjar síðastliðinn mánudag og segir Lárus að vel hafi verið tekið í hugmyndina.

Gert er ráð fyrir 18 gistiherbergjum í húsinu og yrðu þau öll á jarðhæð sem hentar hreyfihömluðum en öll 16 herbergin á Hótel Blönduósi eru á annarri hæð og engin lyfta er í húsinu. Ef áformin ganga eftir gæti hótelið boðið upp á 34 gistiherbergi. Núverandi móttaka, eldhús og 170 manna salur hótelsins yrði nýtt fyrir bæði húsin.

Lárus segir að stækkun hótelsins sé grundvallarmál fyrir rekstur þess og að störfum á Blönduósi gæti fjölgað um 12 til 15 manns yfir helstu ferðamannamánuðina.

Heimild: Huni.is