Home Fréttir Í fréttum Fyrirhugað að reisa bókmenntasetur við Gljúfrastein í Mosfellssveit

Fyrirhugað að reisa bókmenntasetur við Gljúfrastein í Mosfellssveit

82
0

Í desember á þessu ári verða 60 ár liðin frá því Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Í tilefni þess eru þær hugmyndir uppi að reisa Laxnessetur á þessu svæði í námunda við fyrrum heimili hans.

<>

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um málið þar sem fram kemur að megináhersla menningarsetursins verði líf og starf Halldós Laxness að húsið verði einnig alhliða menningarsetur með áherslu á bókmenntir, rannsóknir, fræðslu og miðlun.

Guðný Dóra Gestsdóttir, safnstjóri Gljúfrasteins, segir að hin nýja starfsemi muni breyta miklu varðandi kynningarstarfsemi, móttöku fólks, rannsóknir, miðlun starfsemi og fræðslu. “Möguleikarnir eru raunverulega óteljandi, þannig að ef við hefðum góða aðstöðu og aðgengi að safnkostinum þá m yndi það breyta heilmiklu og laða að vonandi utanaðkomandi fræðimenn og aðra sem hafa áhuga.”

Heimild: Visir.is