Home Fréttir Í fréttum ÍAV krefst 3,8 milljarða vegna Kirkjusandsreits

ÍAV krefst 3,8 milljarða vegna Kirkjusandsreits

58
0
Stjórn Íslandsbanka mun óska eftir því að allt hlutafé bankansverði tekið til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland. mbl.is/Árni Sæberg

Verk­taka­fyr­ir­tækið ÍAV hf. hef­ur höfðað mál á hend­ur fag­fjár­festa­sjóðnum 105 Miðborg slhf., sem rek­inn er af dótt­ur­fé­lagi Íslands­banka, Íslands­sjóðum, og Íslands­sjóðum vegna rift­un­ar 105 Miðborg­ar á samn­ingi vegna upp­bygg­ing­ar á Kirkju­sandi.

<>

Þetta kem­ur fram í útboðslýs­ingu Íslands­banka sem birt var í gær. Eins og greint var frá í Morg­un­blaðinu í mars sl. sendi ÍAV frá sér yf­ir­lýs­ingu snemma í þeim mánuði um að fyr­ir­tækið hefði ekki fengið neitt greitt fyr­ir vinnu sína frá því í nóv­em­ber á síðasta ári.

Krefst ÍAV nú rúm­lega 3,8 millj­arða króna í skaðabæt­ur auk greiðslna vegna tafa og lög­fræðikostnaðar.

Eins og áður hef­ur komið fram rifti 105 Miðborg samn­ingi sín­um við ÍAV og réð nýja verk­taka til að ljúka við hús­næðið.

Meðal ágrein­ings­efna milli aðila er frá­gang­ur á annað hundrað íbúða sem reist­ar voru á Kirkju­sandi en 105 Miðborg tel­ur að galli hafi verið á þeim.

Í útboðslýs­ing­unni hafna Íslands­sjóðir aðild sinni að mál­inu á þeim grunni að viðsemj­andi ÍAV hafi verið 105 Miðborg slhf.

Heimild: Mbl.is