Home Fréttir Í fréttum Ætla að rífa húsið á allra næstu dögum

Ætla að rífa húsið á allra næstu dögum

102
0
Rústir hússins við Bræðraborgarstíg 1. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eig­end­ur húss­ins við Bræðra­borg­ar­stíg 1 stefna á að rífa húsið á allra næstu dög­um.
Þrír lét­ust þegar húsið brann í júní í fyrra.

<>

Þorpið-vist­fé­lag keypti húsið í des­em­ber í fyrra en rúst­irn­ar hafa staðið óhreyfðar í all­an þenn­an tíma.

Íbúar í hverf­inu hafa ekki verið á eitt sátt­ir við ástand húss­ins, en í ný­legri færslu á vef íbúa­hóps Vest­ur­bæj­ar eru birt­ar mynd­ir af hús­inu.

Þar kem­ur fram að ekki hafi verið hreinsað til og enn væru eig­ur fórn­ar­lamba brun­ans þar inni. Mat­væli væru á borðum og í skáp­um, ekki hafi verið tekið af rúm­un­um og að ólykt leggi frá hús­inu.

Ný­leg mynd af hús­inu við Bræðra­borg­ar­stíg tek­in af íbúa á svæðinu.

Tók tíma að fá til­skil­in leyfi

Run­ólf­ur Ágústs­son, þró­un­ar- og verk­efna­stjóri hjá Þorp­inu-vist­fé­lagi, seg­ir að þau von­ist til að geta rifið húsið á morg­un, en ann­ars á allra næstu dög­um. Þau hafi strax við kaup húss­ins sótt um öll nauðsyn­leg leyfi til niðurrifs frá um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­inu og Reykja­vík­ur­borg. Það hafi verið tíma­frekt ferli.

Ekki hef­ur verið hreinsað til inni í hús­inu og eig­ur íbúa eru þar enn.

Leyf­in séu nú loks öll kom­in að und­an­skildu leyfi til þreng­ing­ar á götu á meðan niðurrifið stend­ur yfir. Hann á von á að það ber­ist á morg­un, föstu­dag eða mánu­dag og þá sé ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að hefja verkið.

Heimild: Mbl.is