Home Fréttir Í fréttum Kringlumýrarbraut malbikuð á morgun

Kringlumýrarbraut malbikuð á morgun

77
0
Mynd: mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefnt er að því að mal­bika ak­rein á Kringlu­mýr­ar­braut milli Ný­býla­veg­ar og Bú­staðaveg­ar á morg­un.

<>

Ak­rein­inni verður lokað meðan á fram­kvæmd­um stend­ur og verður há­marks­hraði lækkaður fram­hjá fram­kvæmda­svæði.

Áætlað er að fram­kvæmd­irn­ar á Kringlu­mýr­ar­braut standi frá klukk­an 9:00 til 16:00.

Þá stend­ur einnig til að fræsa ak­rein á Suður­lands­vegi hjá Olís við Rauðavatn sama dag frá klukk­an 9:00 – 15:00.

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Colas Ísland, verk­tak­an­um sem stend­ur fyr­ir fram­kvæmd­un­um.

Heimild: Mbl.is