Home Fréttir Í fréttum Áform um byggingu yfir 2.300 íbúða í Garðabæ

Áform um byggingu yfir 2.300 íbúða í Garðabæ

220
0
Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ. Mynd: Mbl.is

Áætlað er að í Garðabæ verði á næstu árum byggðar yfir 2.300 íbúðir af öll­um stærðum og gerðum. Fram­kvæmd­ir hefjast í nýj­um hverf­um á þessu ári og önn­ur svæði bæt­ast síðan við eft­ir því sem vinnu við deili­skipu­lag, gatna­gerð og ann­an und­ir­bún­ing vind­ur fram.

<>

Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri í Garðabæ, seg­ir að þarna verði fjöl­breytt­ar íbúðir af ýms­um stærðum í fjöl­býl­is­hús­um, ein­býli, rað- og par­hús­um og bygg­inga­svæðin er að finna frá Urriðaholti í suðaustri og út á Álfta­nes í norðvestri.

Fram­kvæmd­ir í Ása­hverfi og Álfta­nesi að hefjast

Gunn­ar seg­ir að mikið hafi verið byggt í Urriðaholti á und­an­förn­um árum, en upp­bygg­ing þar sé langt kom­in. Þar er áætlað að verði um 1.700 íbúðir og er um 600 þeirra ólokið. Sam­hliða og í fram­haldi af Urriðaholt­inu séu fram­kvæmd­ir að hefjast við Eski­ás/​Lyngás í Ása­hverf­inu miðsvæðis í Garðabæ þar sem verða 276 íbúðir í fyrsta áfanga.

Einnig eru fram­kvæmd­ir að hefjast á miðsvæði Álfta­nes þar sem verða 252 íbúðir í fjöl­býli. Þá verða lóðir fyr­ir par­hús í Kumla­mýri á Álfta­nesi aug­lýst­ar á næst­unni, að sögn Gunn­ars.

Gatna­gerð er lokið við Lyngás og að hluta á Álfta­nesi. Stöðuna á ein­stök­um svæðum má sjá á meðfylgj­andi korti, en bygg­inga­svæði eru ým­ist í eigu bæj­ar­ins eða einkaaðila.

Mynd: Mbl.is

Unnið er að skipu­lags­mál­um og hönn­un gatna í Vetr­ar­mýri og Hnoðraholti norður og reiknað með að lóðir fari í útboð seinna á ár­inu og á næsta ári.

Í Vetr­ar­mýri er fjöl­nota íþrótta­hús risið og er á áætl­un að það verði til­búið til notk­un­ar í des­em­ber. Þá má nefna að unnið er að bú­setu­kjörn­um með 14-16 íbúðarein­ing­um fyr­ir fatlað fólk.

Fyr­ir utan íbúðahús­næði hafa verið skil­greind svæði fyr­ir at­vinnu­starf­semi í aðal­skipu­lagi Garðabæj­ar.

Á Norður­nesi og í Víðiholti á Álfta­nesi er gert ráð fyr­ir 150-160 íbúðum í fjöl­býli, ein­býli og raðhús­um og er unnið að deili­skipu­lagi. Ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um hvenær fram­kvæmd­ir gætu haf­ist. Land í Set­bergi og Svín­holti er ódeili­skipu­lagt.

Reiknað er með yfir 600 íbúðum í Vetr­ar­mýri. Íþrótta­svæðið er til vinstri á mynd­inni og verður íþrótt­húsið til­búið í vet­ur. Fyr­ir­huguð skóla­bygg­ing er þar fyr­ir ofan, en Víf­ilstaðir eru til hægri. Teikn­ing/​Batte­ríið/​Sig­urður Ein­ars­son

Tæp­lega 18 þúsund íbú­ar

Íbúar í Garðabæ eru nú rétt tæp­lega 18 þúsund og fjölgaði um rúm­lega eitt þúsund frá 1. des­em­ber 2019 til síðustu mánaðamóta.

Á síðasta ári var fjölg­un­in hlut­falls­lega mest í Garðabæ í sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu eða um 4,5% frá 1. des­em­ber 2019 til 1. janú­ar 2021.

Á sama tíma var hún 4,3% í Mos­fells­bæ, 1,5% í Reykja­vík, 1,6% í Kópa­vogi, 1,2% í Kjós­ar­hreppi, en fækk­un varð um 1% í Hafnar­f­irði og 0,2% á Seltjarn­ar­nesi.

Heimild: Mbl.is