Home Fréttir Í fréttum Dælu­búnaður ónotaður í geymslu

Dælu­búnaður ónotaður í geymslu

167
0
Fram­kvæmd­ir við at­hafnapláss á eystri garðsend­an­um hóf­ust sum­arið 2019 en voru stöðvaðar vegna óvissu um gagn­semi fyr­ir sigl­ing­ar. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Búnaður sem keypt­ur var á ár­inu 2019 til að dæla sandi af botni hafn­ar­mynn­is Land­eyja­hafn­ar ligg­ur ónotaður í geymslu hjá Vega­gerðinni. Óvíst er hvort hann verður nokk­urn tím­ann sett­ur upp.

<>

Ráðist var í mikl­ar fram­kvæmd­ir á ár­inu 2019 við að lag­færa Land­eyja­höfn. Kostnaður við verk­leg­ar fram­kvæmd­ir var um millj­arður þá um sum­arið.

Fólst hann í því að stækka innri höfn­ina og skýla henni fyr­ir öldu, til að draga úr ókyrrð við ferju­bryggj­una.

Einnig var und­ir­búið að koma upp búnaði við hafn­ar­kjaft­inn til þess að geta dælt sandi úr hafn­ar­mynn­inu. Í því skyni var lagður veg­ur út eystri hafn­argarðinn.

Var það mik­il og kostnaðar­söm fram­kvæmd. Til­gang­ur­inn var að skapa aðstöðu til að aka krana með dælu­búnaðinn út á hafn­ar­haus­inn og til baka.

Þar átti að reka niður tunnu­laga stálþil og steypa þekju ofan á sem aðstöðu fyr­ir tæk­in. Veg­ur­inn nýt­ist einnig sem neyðar­veg­ur ef slys verða í hafn­ar­mynn­inu.

Dæl­urn­ar og til­heyr­andi lagn­ir voru keypt­ar. Þegar byrjað var á fram­kvæmd­um við tunn­urn­ar gerðu skip­stjór­ar Herjólfs at­huga­semd­ir.

Töldu þeir að þreng­ing hafn­ar­mynn­is­ins myndi gera það hættu­legra að sigla inn í höfn­ina, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu.

Heimild: Mbl.is