Home Fréttir Í fréttum Ríkiskaup býður til hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú

Ríkiskaup býður til hönnunarsamkeppni um Fossvogsbrú

173
0
Mynd: Vegagerðin

Ríkiskaup hefur fyrir hönd Vegagerðarinnar boðið til opinnar hönnunarsamkeppni um útlit og hönnun brúar yfir Fossvog.

<>

Brúin er ætluð fyrir gangandi, hjólandi og umferð almenningsvagna yfir Fossvog, frá flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar vestan Nauthólsvíkur yfir á norðausturhluta Kársnestáar. Svæðið sem samkeppnin tekur til þekur um 4,9 hektara lands á sjó og landi.

Gert er ráð fyrir að brúin verði 270 metra löng með landfyllingum beggja vegna. Þegar framkvæmdin var samþykkt í borgarráði í nóvember 2018 kom fram að markmiðið með brú yfir Fossvog á milli Reykjavíkur og Kópavogs væri  að styðja við vistvæna samgöngukosti á svæðinu.

Jafnramt yrði brúin til að stytta ferðalengdir, dreifa umferðarálagi og styðja við aðra ferðamáta en einkabílinn.

Heimild: Ruv.is