Home Fréttir Í fréttum Malbikað í Reykjavík fyrir 1,1 milljarð

Malbikað í Reykjavík fyrir 1,1 milljarð

82
0
Mynd: Haraldur Guðjónsson /vb.is

Áætlaður kostnaður framkvæmda er 916 milljónir króna en auk þess verða framkvæmdir við malbiksviðgerðir fyrir 201 milljón.

<>

Borgarráð hefur heimilað malbikunarframkvæmdir í sumar fyrir 1.117 milljónir króna. Um er að ræða bæði malbikun yfirlaga með fræsun og malbikun sem og malbikun yfir eldri slitlög.

Áætlaður kostnaður er 916 milljónir króna en auk þess verða framkvæmdir við malbiksviðgerðir fyrir 201 milljón króna samkvæmt rekstraráætlun umhverfis- og skipulagssviðs.

Á árunum 2018-2022 er gert ráð fyrir að varið verði um 6,2 milljarða króna til endurnýjunar á malbiksyfirlögum auk hefðbundinna malbiksviðgerða.

 

Að ofan má sjá yfirlitsmynd yfir malbikunarframkvæmdir í Reykjavík í ár. Myndin er tekin úr kynningu Umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. 

 

Heimild: Vb.is