Home Fréttir Í fréttum Boðaðar fram­kvæmd­ir aukast milli ára

Boðaðar fram­kvæmd­ir aukast milli ára

145
0
Op­in­ber­ir aðilar boða fram­kvæmd­ir upp á 139,3 millj­arða í ár. Í fyrra var sama tala 131,9 millj­arðar, en fram­kvæmd­irn­ar reynd­ust nær því að vera 94 millj­arðar. Hafði heims­far­ald­ur­inn þar mik­il áhrif, meðal ann­ars á hrun í fram­kvæmd­um hjá Isa­via. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Áætlaðar verk­leg­ar fram­kvæmd­ir hins op­in­bera á þessu ári nema sam­tals um 139 millj­örðum, en það er um 7,4 millj­örðum meira en áætlað var á síðasta ári.

<>

Þetta sést á töl­um sem kynnt­ar voru á Útboðsþingi Sam­taka iðnaðar­ins sem fram fer núna.

Boðaðar fram­kvæmd­ir eru um 4,5% af væntri lands­fram­leiðslu, sem er viðlíka og á síðasta ári þegar fram­kvæmd­irn­ar námu 4,6% af lands­fram­leiðslu.

Fram­kvæmd­un­um sem um ræðir er ætlað að efla innviði hag­kerf­is­ins, en meðal þeirra sem kynna fram­kvæmd­ir á þing­inu eru Reykja­vík­ur­borg, Vega­gerðin, Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins, Isa­via, Landsnet, Veit­ur og Nýi Land­spít­al­inn.

Boðaðar framkvæmdir nokkurra opinberra aðila sem kynna framkvæmdirnar á Útboðsþingi …
Boðaðar fram­kvæmd­ir nokk­urra op­in­berra aðila sem kynna fram­kvæmd­irn­ar á Útboðsþingi í dag. All­ar töl­ur eru í millj­örðum. Tafla/​Sam­tök iðnaðar­ins

Reykja­vík­ur­borg boðar um­fangs­mestu fram­kvæmd­irn­ar, eða fyr­ir sam­tals 28,6 millj­arða. Er það tals­verð aukn­ing milli ára, en í fyrra voru boðaðar fram­kvæmd­ir upp á 19,6 millj­arða.

Þá boðar Vega­gerðin fram­kvæmd­ir fyr­ir 27,6 millj­arða, en það er sam­drátt­ur úr 38,7 millj­örðum í fyrra. Það seg­ir þó ekki alla sög­una, því fram­kvæmd­ir Vega­gerðar­inn­ar á síðustu ári reynd­ust 7,6 millj­örðum minna en boðað hafði verið, eða 31 millj­arður.

Samanburður á boðuðum framkvæmdum í ár og í fyrra.
Sam­an­b­urður á boðuðum fram­kvæmd­um í ár og í fyrra. Graf/​Sam­tök iðnaðar­ins

Sam­tals höfðu verið boðaðar fram­kvæmd­ir upp á um 131,9 millj­arða á Útboðsþingi í fyrra, en raun­in var fram­kvæmd­ir upp á 29% lægri upp­hæð. Stærstu bitarn­ir þar voru Vega­gerðin og Isa­via, en Isa­via hafði boðað fram­kvæmd­ir upp á 21 millj­arð á ár­inu, en enduðu í 200 millj­ón­um. Hafði heims­far­ald­ur­inn þar aug­ljós­lega mik­il áhrif.

Boðaðar framkvæmdir í fyrra og raunniðurstaða þeirra framkvæmda sem ráðist …
Boðaðar fram­kvæmd­ir í fyrra og raunniðurstaða þeirra fram­kvæmda sem ráðist var í. Eins og sjá má varð lítið úr boðuðum fram­kvæmd­um Isa­via og þá voru fram­kvæmd­ir Vega­gerðar­inn­ar einnig tals­vert minni en áformað hafði verið. Graf/​Sam­tök iðnaðar­ins
Heimild: Mbl.is