Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Stækkun Reykjanesvirkjunar skapar um 200 störf

Stækkun Reykjanesvirkjunar skapar um 200 störf

279
0
Reykjanesvirkjun

Framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar, sem áætlað er að taka í gagnið i byrjun árs 2023, fara að hefjast en verksamningar vegna stækkunarinnar verða undirritaðir næstkomandi föstudag.

<>

Útboðsferli vegna helstu verkþátta er lokið, en mikill áhugi var á verkefninu, samkvæmt frétt á vef HS Orku.

Stækkunin sem nemur 30 MW er einstök að því leiti að hún nýtir jarðhitavökva sem nú þegar er nýttur fyrir núverandi virkjun.

Stækkun virkjunarinnar, sem mun skapa um 200 störf á framkvæmdatímanum, samkvæmt fréttum Stöðvar 2, mun styðja vel við stækkun Auðlindagarðsins sem hefur byggst upp í nágrenni HS Orku.

Heimild: Sudurnes.net