Home Fréttir Í fréttum Sement gaus úr tanki yfir bíla og hús á Akranesi

Sement gaus úr tanki yfir bíla og hús á Akranesi

138
0
Mynd: Aðsend mynd
Sementsryk lagðist yfir Akranes í nótt og í morgun eftir að sement gaus upp úr einum af fjórum sementstönkum við höfnina í nótt. Verið var að fylla á tankinn í nótt þegar hann yfirfylltist og sementið gaus upp úr honum.

Lögrelan á Akranesi hefur lokað Mánabraut á meðan hreinsunarstarf stendur yfir. Verið er að loka niðurföllum á Akranesi svo sementið skolist ekki þangað niður.

<>

Veitur hafa varað við því að þetta sé svo mikið eitur að það megi ekki fara í niðurföll. Þess í stað þarf að sjúga upp vatnið og sementið af götunum þegar búið að er að hreinsa.

Dreifiðst nokkur hundruð metra

Slökkvilið og lögregla eru nú í þrifaðgerðum. Sementsrykið dreifðist nokkur hundruð metra frá tankinum við höfnina og lagðist á hús og bíla.

Kunnáttumaður á Akranesi sem starfaði í mörg ár í sementsverksmiðjunni segir að rykið brenni sig inn í lakkið á bílum og í klæðningu húsa. Þess vegna þarf að nota sápu og kúst til að þrífa það af.

Mynd: Aðsend mynd

Sementsverksmiðjan er enn með starfsemi á Akranesi þó verksmiðjan sjálf hafi verið rifin. Fjóri stórir grænir og bláir tankar eru við höfnina. Þeir eru jafnan fullir af sementi.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var verið að fylla á tankinn í nótt þegar þetta slys varð. Mælingar höfðu gefið til kynna að nóg pláss væri í tankinum, en annað kom á daginn. Hann yfirfylltist þess vegna og sementið gaus upp og dreifðist yfir bæinn.

Gætu verið 200 kíló eða tvö tonn

Fulltrúar Sementsverksmiðjunnar segjast ekki vita hversu mikið sement gaus upp úr tankinum. Það geti verið 200 kíló eða jafnvel tvö tonn. Það eigi eftir að koma í ljós.

Lögreglu hefur ekki borist nein tilkynning um tjón af völdum sementsryksins. Enn sé of snemmt að meta mögulegt tjón. Það eigi eftir að koma í ljós þegar þrifum er lokið.

Mynd: Aðsend mynd

Heimild: Ruv.is