Home Fréttir Í fréttum Birta mynd­band af nýju íþrótta­húsi

Birta mynd­band af nýju íþrótta­húsi

156
0
Ljós­mynd/​Fjarðabyggð

Hönn­un nýs íþrótta­húss á Reyðarf­irði er nú lokið og ráðgert er að fram­kvæmd­ir hefj­ist við það snemma á nýju ári. Und­ir­bún­ing­ur hef­ur staðið yfir í vor, en 410 millj­ón­um króna hef­ur verið varið í verk­efnið.

<>

Jarðvegs­vinna á svæðinu hófst síðan í sum­ar, en lögð var áhersla á að ljúka henni áður en skóli yrði sett­ur í haust. Á meðan vann Mann­vit að loka hönn­un bygg­ing­ar­inn­ar, í sam­vinnu við starfs­hóp skipuðum fólki úr bæj­ar­fé­lag­inu.

Um er að ræða lím­trés­hús sem er um 1500 m2. auk þess sem gert er ráð fyr­ir tengi­bygg­ingu við nú­ver­andi íþrótta­hús sem er rúm­lega 200 m2. Á Youtu­be-síðu Fjarðarbyggðar má sjá skemmti­legt mynd­band af hönn­un og út­liti húss­ins.

Heimild: Mbl.is