Home Fréttir Í fréttum Fleiri húsaeiningar bætast við á vinnubúðareitinn á framkvæmdasvæði við nýjan Landspítala

Fleiri húsaeiningar bætast við á vinnubúðareitinn á framkvæmdasvæði við nýjan Landspítala

191
0
Mynd: NLSH.is

Í dag var tekið á móti fleiri húsum á vinnubúðareit þar sem mun rísa gámabyggð vegna framkvæmda við nýjan Landspítala.

<>

Verið er að setja niður fituskilju við mötuneytið og að ganga frá tengingu við eldhús sem verður í einni húsaeiningunni.

„ Nú þegar vinnulýsing er komin á svæðið þá gátum við tekið á móti fleiri húsum snemma í morgun. Það komu hingað átta hús sem við hífðum niður og þá eru komin samtals fimmtán hús hér á vinnubúðareitinn.

Það er svo von á fleiri húsum, sem eru í samsetningu, og erum að vonast til að fá fjögur hús í viðbót á föstudaginn og svo síðustu húsin í næstu viku,“ segir Guðmundur Magnússon verkefnastjóri hjá Terra verktökum.

Heimild: NLSH.is