Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir í Patrekshöfn fyrir tugi milljóna

Framkvæmdir í Patrekshöfn fyrir tugi milljóna

81
0
Patreksfjörður

Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Patrekshöfn. Verið er að dýpka hluta hafnarinnar svo koma megi fyrir nýrri flotbryggju með básum. Það er fyrirtæki á vegum heimamanns, Sigurþórs Péturs Þórissonar frá Hvalskeri í Patreksfirði, sem sér um dýpkun í innri hluta hafnarinnar. Nýja flotbryggjan mun taka samtals 28 báta á bása og er tvisvar sinnum 25 metrar að lengd.
Mikill fjöldi strandveiðibáta sækja Patreksfjörð heim á hverju sumri og er oft afar þröngt um bátana við bryggjurnar þar. Á dögunum var sett ný framlenging á flotbryggju á Bíldudal. Áætlaður heildarkostnaður við þessar hafnarframkvæmdir munu vera á bilinu 40–50 milljónir króna.

<>