Þann 2 október sl. voru opnuð tilboð hjá Ríkiseignum í breytingar og endurbætur á Þjóðbraut 13 á Akranesi.
Lögreglustöðin á Akranesi er staðsett í hluta hússins en áformað er að hún stækki og færist í það húsnæði sem síðast hýsti Vínbúðina.
Öll tilboð sem bárust, utan eitt, voru undir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 70.733.118 krónur.
Lægsta tilboðið sem barst reyndist vera frá GS Import ehf en það hljóðaði upp á 83% af kostnaðaráætlun.
Listi yfir tilboðsgjafa:
Ístak kr. 69.800.194 99%
Heggur ehf kr. 77.303.862 109%
ESigurðsson ehf kr. 65.748.130 93%
Skagaver ehf kr 68.987.912 98%
SF Smiðir ehf kr 64.057.269 91%
GS Import ehf kr. 58.396.311 83%
Heimild: Skessuhorn.is