Home Fréttir Í fréttum Mal­bikið lík­legast enn það hættu­legasta á landinu

Mal­bikið lík­legast enn það hættu­legasta á landinu

208
0
Jóhannes vakti athygli á hættunni sem malbikið á Vesturlandsvegi skapar í fyrra. Síðan þá hefur ekkert verið gert. Fréttablaðið/Samsett

Jóhannes Reykdal, ritstjóri Bílabloggs, vakti í fyrra athygli á hættunni sem skapast af þá nýlögðu malbiki á Vesturlandsvegi. Hann segir ástandið óbreytt.

<>

Jóhannes Reyk­dal, blaða­maður og rit­stjóri Bíla­blogg.is, segir þá hættu sem skapast af ný­lögðu mal­biki hér­lendis ný­til­komna og um að kenna þeim hrá­efnum sem Vega­gerðin nýtir nú til dags. Hann segist sakna þess að Vega­gerðin beri öryggis­mál hér­lendis saman við ná­granna okkar á Norður­löndum.

Mikil um­ræða hefur verið um öryggi vega hér á landi eftir bana­slys sem átti sér stað á Kjalar­nesi í sumar. Tveir bif­hjóla­menn létust í slysinu sem talið er að rekja megi til galla í mal­biki sem var ný­búið að leggja á um­ræddan vegar­kafla og gerði það að verkum að hann var mjög háll.

Í til­kynningu frá Vega­gerðinni sem send var á fjöl­miðla í dag kom fram að starfs­menn séu harmi slegnir vegna bana­slyssins. Unnið verði að um­fangs­mikilli endur­skoðun á verk­ferlum.

Til­efnið er við­tal Kast­ljóss frá því í gær­kvöldi við Heið­rúni Finns­dóttur, dóttur hjónanna Finns Einars­sonar og Sig­ríði Sigurðar­dóttur sem létust í um­ræddu slysi. Sagði hún föður sinn hafa haft þungar á­hyggjur af lé­legu mal­biki á vegum landsins.

Enn hefur engu verið breytt

Jóhannes vakti sjálfur at­hygli á hættu­legu mal­biki á hring­torgum á Vestur­lands­veginum í grein á vef sínum Bíla­blogg.is sem hann birti fyrir ári síðan. Í sam­tali við Frétta­blaðið segir hann engu hafa verið breytt á hring­torgunum. Hálku­skilti spretti upp ár­lega eins og ár­viss njóli.

„Þessi um­ræða er mjög þörf og það er gott að henni sé haldið á­fram,“ segir Jóhannes. „Þetta er enn þá vanda­mál og það sem er sér­kenni­legast við þetta er það að vega­mála­stjórinn nú­verandi tjáir sig þannig um þetta að nýtt mal­bik sé hrein­legra hálla og það sé ekkert við því að gera. En vanda­málið er að þetta er ekki bara nýja mal­bikið, þetta er líka gamla mal­bikið.“

Hann segir að þar hafi verið flutt inn norsk steypa. En í henni eru stórir steinar og þegar þeir slitna að þá verða þeir gler­hálir. Þetta þarf að laga, það þarf hrein­lega að fræsa þessi hring­torg upp og þessa steina og laga þetta því um leið og það kemur vatns­dropi að þá verður þetta bara svell,“ segir Jóhannes.

Hann segir Vega­gerðina lítið hafa gert hingað til. Hann tekur undir með Heið­rúni sem benti á það í Kast­ljósi í gær að það vanti frekara eftir­lit með vega­gerð á landinu.

„Hún kom vel inn á það í gær að það er ó­mögu­legt að Vega­gerðin sé sjálf með eftir­lit. Að það sé enginn ó­háður aðili að fylgja því eftir. Því þetta á að nafninu til að vera á könnu verk­fræði­stofu en verk­fræði­stofan notar mæli­tæki sem eru frá starfs­mönnum Vega­gerðarinnar. Svo þetta er ekki alveg eins og þetta á að vera.“

Hann segist sakna þess að litið sé til vega­gerðar á Norður­löndunum, þar sem svipaðar að­stæður eru og hér á landi. „Það væri næsti flötur á þessu máli, að skoða það. Því í þessari um­ræðu hingað til, bæði í Kveik og í Kast­ljósi var ekki farið mikið í það.“

Heimild: Frettabladid.is