Home Fréttir Í fréttum Krýsu­vík­ur­kirkja kom­in á grunn

Krýsu­vík­ur­kirkja kom­in á grunn

192
0
Verkið var vel und­ir­búið og fram­kvæmd­in gekk full­kom­lega upp. Ljós­mynd/​Sig­ur­jón Pét­urs­son

„Því fylgdi feg­in­leiki að sjá kirkj­una setta niður á hóln­um og stund­in var til­finn­ingaþrung­in,“ seg­ir Jónatan Garðars­son, formaður Vina­fé­lags Krýsu­vík­ur­kirkju.

<>

„Næst á dag­skrá er að kirkj­an verði vígð af bisk­upi Íslands, sem verður þá helst að ger­ast þegar regl­ur um fjölda­tak­mark­an­ir og sótt­varn­ir verða rýmkaðar. Tím­arn­ir nú eru sér­stak­ir.“

Allt gekk eins og í sögu þegar nýja kirkj­an í Krýsu­vík var sett á sinn stað á laug­ar­dags­morg­un. Á þeim tíma var stillt veður á staðnum, eins og þurfti svo hífa mætti kirkj­una af vöru­bíl­spalli á sökkla sína.

Þar smellapassaði guðshúsið, enda smíðað eft­ir ná­kvæm­um mæl­ing­um af kirkj­unni sem þar stóð fyr­ir og brann til grunna fyr­ir um tíu árum.

Nem­end­ur í tré­smíði við Tækni­skól­ann í Hafnar­f­irði önnuðust smíðina, alls um 140 manns. Hrafn­kell Marinós­son, kenn­ari við skól­ann, stýrði verk­efn­inu, sem marg­ir fleiri komu að.

Heimild: Mbl.is