Home Fréttir Í fréttum Hundrað milljónir króna í hljóðvegg

Hundrað milljónir króna í hljóðvegg

237
0
Bygging veggsins var hluti af samvinnuverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar, um gerð forgangsreinar fyrir strætisvagna, göngu- og hjólastíga og hljóðvarnar við Miklubraut. Fréttablaðið/GVA

Rúmlega tveggja ára fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins um hljóðvegginn við Miklubraut var svarað í skipulags- og samgönguráði í vikunni.

<>

Rúmlega tveggja ára fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins um hljóðvegginn við Miklubraut var svarað í skipulags- og samgönguráði í vikunni.

Beðist var velvirðingar á að formlegt svar hefði ekki borist við fyrirspurninni en svar skrifstofu framkvæmda og viðhalds, við sambærilegri fyrirspurn í borgarráði, var svarað 2019 og hélt skrifstofan að hún hefði þar með svarað fyrirspurninni – en svo var ekki.

Sjálfstæðisflokkurinn spurði um kostnað borgarinnar en samkvæmt svarinu nemur hann um 90 milljónum króna.

Kostnaður við forgangsreinar Strætó var greiddur af Vegagerðinni, kostnaði við göngu- og hjólastíga var skipt til helminga á milli Vegagerðarinnar og borgarinnar en Reykjavíkurborg greiddi að fullu kostnað við hljóðvarnir.

Markmið breytinganna er að lækka umferðarhávaða í og við íbúðarhús í Rauðagerði næst Miklubraut.

Heimild: Frettabladid.is