
Framkvæmdir eru nú hafnar við gatnagerð og lagnir í Hamraneshverfi í Hafnarfirði. Þegar er búið að úthluta og gefa vilyrði fyrir lóðum með um 1.000 íbúðum í hverfinu.
Þar með talið eru 152 íbúðir sem Bjarg, húsnæðisfélag verkalýðshreyfingarinnar, ætlar að reisa. Þá hefjast framkvæmdir við fjölmörg önnur fjölbýlishús í hverfinu á næstunni en lóðirnar eru eftirsóttar, segir Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, í umfjöllun um þetta mál í Morgumiblaðinu í dag.

Vellir, Skarðshlíð og Hamranes eru syðst í Hafnarfirði; sunnan og vestan við Ásfjallið. Vallahverfið er því sem næst fullbyggt og byggð og mannlíf í Skarðshlíð dafnar.
Gert er ráð fyrir um 1.500 íbúum í Skarðshlíð, sem verður fullbyggð innan fárra ára.
Því er byrjað að brjóta land undir byggingar í Hamraneshverfi, þar sem verða um 1.200-1.500 íbúðir og íbúar í því fullbyggðu verða um 4.000 talsins.
Heimild: Mbl.is