Home Fréttir Í fréttum Úthluta lóðum fyr­ir 1.000 íbúðir í Hamra­nesi

Úthluta lóðum fyr­ir 1.000 íbúðir í Hamra­nesi

276
0
Ásvalla­braut. Hring­torgið er til­búið en nú á að leggja veg yfir heiði sem verður teng­ing við Kaldár­sels­veg, Ásland, Set­berg og Reykja­nes­braut. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Fram­kvæmd­ir eru nú hafn­ar við gatna­gerð og lagn­ir í Hamra­nes­hverfi í Hafnar­f­irði. Þegar er búið að út­hluta og gefa vil­yrði fyr­ir lóðum með um 1.000 íbúðum í hverf­inu.

<>

Þar með talið eru 152 íbúðir sem Bjarg, hús­næðis­fé­lag verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar, ætl­ar að reisa. Þá hefjast fram­kvæmd­ir við fjöl­mörg önn­ur fjöl­býl­is­hús í hverf­inu á næst­unni en lóðirn­ar eru eft­ir­sótt­ar, seg­ir Ágúst Bjarni Garðars­son, formaður bæj­ar­ráðs Hafn­ar­fjarðar, í um­fjöll­un um þetta mál í Morgumi­blaðinu í dag.

Ágúst Bjarni Garðars­son formaður bæj­ar­ráðs Hafn­ar­fjarðar. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Vell­ir, Skarðshlíð og Hamra­nes eru syðst í Hafnar­f­irði; sunn­an og vest­an við Ásfjallið. Valla­hverfið er því sem næst full­byggt og byggð og mann­líf í Skarðshlíð dafn­ar.

Gert er ráð fyr­ir um 1.500 íbú­um í Skarðshlíð, sem verður full­byggð inn­an fárra ára.

Því er byrjað að brjóta land und­ir bygg­ing­ar í Hamra­nes­hverfi, þar sem verða um 1.200-1.500 íbúðir og íbú­ar í því full­byggðu verða um 4.000 tals­ins.

Heimild: Mbl.is