Home Fréttir Í fréttum Viðskipta­vit ehf. bygg­ir á Grens­ás­vegi 1

Viðskipta­vit ehf. bygg­ir á Grens­ás­vegi 1

854
0
Svona kem­ur ein bygg­ing­in á lóðinni við Grens­ás­veg koma til með að líta út. mbl.is/​Archus-Ríma arki­tekt­ar

Fast­eigna­fé­lagið G1 ehf. hef­ur gert samn­ing við verk­taka­fyr­ir­tækið Viðskipta­vit ehf. um smíði 50 íbúða á lóðinni við gatna­mót Grens­ás­veg­ar og Suður­lands­braut­ar.

<>

Um er að ræða fyrsta áfanga af fjór­um en alls munu 186 íbúðir og sjö hæða skrif­stofu­bygg­ing rísa á þess­um stað.

Einnig er gert ráð fyr­ir 900 fer­metra versl­un­ar­hús­næði á neðri hæðum.

Að und­an­förnu hafa vinnu­vél­ar verið að störf­um við að rífa niður bygg­ing­ar á lóðinni, sem lengst­um hýsti starf­semi Hita­veitu Reykja­vík­ur.

Síðar var Mann­vit þar til húsa og nú síðast Kvik­mynda­skóli Íslands.

Áður voru uppi áform um að reisa þarna 300 her­bergja hót­el en hætt var við þau á síðasta ári og ákveðið að fara í bygg­ingu á íbúðum og skrif­stofu­hús­næði.

Miðsvæðis á lóðinni er dælu­stöð en þar sem hún er friðuð verður hún áfram í notk­un um sinn.

Eig­andi Fast­eigna­fé­lags­ins G1 er Miðjan hf., sem er í eigu Jóns Þórs Hjalta­son­ar og Ragn­hild­ar Guðjóns­dótt­ur.

Að sögn Jóns Þórs var ákveðið að ganga til samn­inga við Viðskipta­vit, eft­ir að til­boð í verkið höfðu verið yf­ir­far­in.

Aðrir verk­tak­ar sem buðu voru Já­verk, ÞG verk og Ístak. Bygg­ing­ar­leyfið fyr­ir þenn­an fyrsta áfanga er nú þegar út­gefið og verklok verða í ág­úst 2021.

Bíla­kjall­ari á þrem­ur hæðum verður und­ir bygg­ing­un­um, alls um níu þúsund fer­metr­ar að flat­ar­máli.

Arki­tekt­ar bygg­ing­anna eru Archus/​Ríma arki­tekt­ar og Mann­vit mun sjá um verk­fræðihönn­un og eft­ir­lit.

Fram­kvæmda­stjóri og fjár­mála­stjóri G1 er Stefán Á. Magnús­son. Eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Viðskipta­vits er Bald­ur Ingvars­son og skrifaði hann und­ir samn­ing­inn við G1 fyr­ir hönd síns fyr­ir­tæk­is.

Frá und­ir­rit­un samn­ings G1 og Viðskipta­vits. Jón Þór Hjalta­son fremst til hægri og Bald­ur Ingvars­son frá Viðskipta­viti gegnt hon­um. mbl.is

Heimild: Mbl.is