Home Fréttir Í fréttum Stöðva framkvæmdir á Skólavörðustíg

Stöðva framkvæmdir á Skólavörðustíg

228
0
Mynd: Úlfur Bjarni Tulinius - RÚV

Reykjavíkurborg ætlar að stöðva niðurrifsframkvæmdir á Skólavörðustíg 36 þar sem ekki hafa fengist tilskilin leyfi til að rífa húsið. Þetta staðfestir byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar.

<>

Byggingafulltrúinn fundar ásamt lögfræðingum um næstu skref og viðbrögð við niðurrifi hússins.

Húsið var byggt árið 1922 og er friðað. Allar framkvæmdir, niðurrif eða flutningur húsa sem eru byggð fyrir 1925 eru umsagnarskyld samkvæmt Minjastofnun.

Fundarhöld sem fara fram síðar í dag leiða í ljós hver næstu skref verða, en Nikulás Úlfar Másson byggingafulltrúi segir í samtali við fréttastofu að málið sé litið alvarlegum augum og minni helst á þegar Exeter húsið við Tryggvagötu 12 var rifið í leyfisleysi árið 2016.

Hann sé mjög hissa á vinnubrögðunum og telji að menn hafi lært sína lexíu af þeim mistökum sem gerð voru við niðurrif Exeter hússins.

Niðurrif Exeter hússins við Tryggvagötu 12 vakti mikla athygli árið 2016 en verktaki reif húsið án þess að hafa til þess leyfi.

Það mál var rannsakað af lögreglu og var verktakafyrirtækið Mannverk ákært fyrir að brjóta gegn minjalögum. Fyrirtækið baðst afsökunar á að hafa rifið húsið.

Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrif af þessu tagi varðað fjársektum eða allt að tveggja ára fangelsi.

Heimild: Ruv.is