Home Fréttir Í fréttum Fimm teymi þróa tillögur um Gufunesbryggju og Sævarhöfða

Fimm teymi þróa tillögur um Gufunesbryggju og Sævarhöfða

210
0
Þrjú teymi þróa tillögur að svæðinu við Gufunesbryggju, sem sjá má hér. MYND/REYKJAVÍKURBOR

Fimm teymi hafa verið valin til áframhaldandi vinnu í alþjóðlegu samkeppninni Reinventing Cities. Reykjavík bauð fram tvær þróunarlóðir til samkeppninnar, Gufunesbryggju og Sævarhöfða 31.

<>

Alls sendu sjö teymi áhugayfirlýsingu í fyrri hluta keppninnar.

Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að gert sé ráð fyrir að tillögum verði skilað í febrúar 2021.

Keppnin er haldin á vegum samtakanna C40 og snýst um að þverfagleg teymi móti framtíðarsýn fyrir lóðirnar með það að meginmarkmiði að þar rísi f„yrirmyndarbyggingar í sjálfbærni.“

Reykjavíkurborg er þátttakandi í C40 ásamt um hundrað öðrum borgum.

Gufunesbryggja og Sævarhöfði 31 eru þær lóðir sem Reykjavíkurborg bauð fram að þessu sinni.

Tvö teymi vinna að tillögum fyrir Sævarhöfða 31, sem er um þrjú þúsund fermetra þróunarlóð, þar sem meðal annars má finna gamalt sementssíló.

Tvö teymi fá tækifæri til að koma með tillögu að svæðinu. Þau eru:

The circular District

Teymisstjórn: VSÓ Ráðgjöf ehf.

Arkitektar: Reiulf Ramstad Arkitekter AS

Umhverfisráðgjafi: VSÓ Ráðgjöf ehf, GXN Copenhagen

Smart Food Campus

Teymisstjórn: Krónan / Festi hf.

Arkitektar: RCDP Arkitektar ehf

Umhverfisráðgjafi: Verkís ehf.

Tvö teymi þróa tillögur að svæðinu á Sævarhöfða, sem sjá má hér.
MYND/REYKJAVÍKURBORG

Þá er einnig horft til Gufunesbryggju og svæðið sem þar er undir nú er um fimm þúsund fermetrar.

í keppnislýsingu var áréttað að svæðið í heild verði segull skapandi lista og að á keppnissvæðinu sjálfu sem er við ströndina séu mikil tækifæri fyrir heilsutengda starfsemi.

Þrjú teymi fá tækifæri til að koma með tillögur að svæðinu. Þau eru:

Hringhreyfing

Teymisstjórn: Verkís ehf.

Arkitektar: StudioDA_DO, Gláma Kím Arkitektar

Umhverfisráðgjafi: Max Fordham LLP

Þorpið Vistfélag

Teymisstjórn: Þorpið Vistfélag

Arkitektar: Yrki Architects

Umhverfisráðgjafi: Environice

EYJAKLASI

Teymisstjórn: UNDRA

Arkitektar: UNDRA. Mareld landskapsarkitekter

Umhverfisráðgjafi: EFLA consulting engineers

Heimild: Visir.is