Home Fréttir Í fréttum ÞG verk­tak­ar buðu lægst í fram­kvæmd­ir á Alþingi

ÞG verk­tak­ar buðu lægst í fram­kvæmd­ir á Alþingi

338
0
Alþing­is­húsið. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Til­boð í upp­steypu og fullnaðarfrá­gang skrif­stofu­bygg­ing­ar Alþing­is voru opnuð í dag.

<>

Fjög­ur til­boð bár­ust, en útboð var gert á EES-svæðinu.

Mjótt var á mun­un­um á milli bjóðenda, en ÞG verk­tak­ar buðu lægst í bæði verk­in.

Útboðið var aug­lýst í lok júní, gögn af­hent 1. júlí og skiluðu fjög­ur verk­taka­fyr­ir­tæki inn til­boðum, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins.

Kostnaðaráætl­un FSR hljóðar upp á rúma 3,2 millj­arða króna.

Útboðið tók til fram­kvæmda við jarðvinnu, upp­steypu og fullnaðar- og lóðarfrá­gangs húss­ins.

Hönn­un þess bygg­ist á sam­keppn­istil­lögu Studio Granda sem hlaut 1. verðlaun í sam­keppni um hönn­un húss­ins.

Aðilar hönn­un­art­eym­is eru Studio Granda og EFLA.

Bygg­ing­in verður skrif­stofu- og þjón­ustu­hús Alþing­is og mun standa við horn Tjarn­ar­götu og Von­ar­stræt­is.

Fyr­ir­huguð ný­bygg­ing (grunn­hús á fjór­um hæðum ásamt 5. hæð og kjall­ara) er um 6.362 m2 að stærð og þar af er bíla­kjall­ari um 1.300 m2.

Til­boðin verða tek­in til skoðunar hjá FSR.

Heimild: Mbl.is