Home Fréttir Í fréttum 72% íbúða á Hafnartorgi seldar

72% íbúða á Hafnartorgi seldar

296
0
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks Mynd: Birgir Ísl. Gunnarsson

„Þetta er bara eins og í tískuvöruverslunum fyrir jól,“ segir forstjóri ÞG verks um sölu íbúða við Hafnartorg, Vogabyggð og í Urriðaholti.

<>

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks, segir að sala á íbúðum við Hafnartorg gangi ágætlega.

Alls eru 70 íbúðir á Hafnartorgi, en þar af voru 50 íbúðir sem fóru í almenna sölu.

Í dag er búið að selja 36 eða um 72% af þeim íbúðum sem voru til sölu. Meðalstærð 60 íbúða á Hafnartorgi er um 102 fermetrar.

Í maí 2018 greindi Viðskiptablaðið frá því að áætlað fermetraverð yrði um 800 þúsund krónur að meðaltali.

Þorvaldur vildi ekki tjá sig um fermetraverðið en tekur fram að það „sé alveg einstaklega hagkvæmt“. „Þarna er hægt að fá alveg glæsilegar íbúðir á mjög góðu verði,“ bætir hann við.

ÞG verk heldur einnig utan um byggingar í Vogabyggð. Í dag eru 73 íbúðir komnar í sölu en 24 þeirra hafa selst eða um 33%.

Þorvaldur segir einnig að íbúðir fyrirtækisins í Urriðaholti í Garðabænum séu nánast uppseldar. „Þetta er bara eins og í tískuvöruverslunum fyrir jól.

Heimild: Vb.is