Home Fréttir Í fréttum Sjö smitaðir lögðu hell­ur við heilsu­gæsl­una

Sjö smitaðir lögðu hell­ur við heilsu­gæsl­una

177
0
Ljós­mynd/​Heil­brigðis­stofn­un Vest­ur­lands

Sjö er­lend­ir verka­menn á Akra­nesi sem smitaðir eru af COVID-19 hafa und­an­farið verið við fram­kvæmd­ir á lóð Heil­brigðis­stofn­un­ar Vest­ur­lands í bæn­um.

<>

Þeir voru á veg­um verk­taka við hellu­lagn­ingu á lóð heilsu­gæsl­unn­ar í síðustu viku en að sögn Ásgeirs Ásgeirs­son­ar, staðgengils for­stjóra hjá stofn­un­inni, voru verka­menn­irn­ir ekki í nein­um sam­skipt­um við fólk inni í hús­inu. Smit­hætta er því ekki tal­in hafa skap­ast.

Fleiri en þess­ir sjö hafa ekki greinst á Akra­nesi eft­ir að sýni voru tek­in úr nærum­hverfi þeirra. Verka­menn­irn­ir, sem mynda einn vinnu­hóp og búa sam­an í tveim­ur íbúðum, eru í ein­angr­un.

Aðeins einn þeirra veikt­ist en hinir eru sagðir hafa sýnt lít­il ein­kenni. Yf­ir­maður þeirra hjá verk­taka­fyr­ir­tæk­inu sér þeim fyr­ir vist­um á heim­ili þeirra.

Skellt í lás

Heil­brigðis­stofn­un­in hef­ur skellt í lás í kjöl­far þess­ar­ar at­b­urðarás­ar og er starf­sem­in kom­in í sama horf og var í miðjum far­aldri. Ásgeir seg­ir þannig að heim­sókn­ir séu bannaðar og að fólk þurfi að hafa sér­stak­lega sam­band með brýn er­indi til að koma inn í stofn­un­ina.

„Við höf­um áhyggj­ur af þessu en við von­um það besta. Það er enn ekki komið í ljós hve mikið þeir fóru um bæ­inn, en verið er að kanna það,“ seg­ir Ásgeir.

Þessi sjö smit eru helm­ing­ur þeirra virku inn­an­lands­smita sem nú er vitað um á land­inu. Upp­haf­lega var talið að einn ein­stak­ling­ur í þess­um hópi verka­manna hafi borið smitið í hina eft­ir að hann kom frá út­lönd­um og viðhafði sök­um mis­skiln­ings ekki heim­komu­smit­gát.

Nú þykir lík­legra að hann hafi sjálf­ur smit­ast á Íslandi eft­ir heim­komu en óljóst er hvar. Þannig hef­ur veir­an sem greind­ist í um­rædd­um ein­stak­lingi sama mynstur og greind­ist í fót­boltapabba á Rey Cup um helg­ina, án þess að þess­ir tveir hafi verið í nokkr­um sam­skipt­um.

Heimild: Mbl.is