Veitur óska tilboða í lagningu þrýstilagna í sjó með sökkum ásamt sjálfrennslislagnar og ídráttarörum fyrir millispennulagnir í sama skurðsniði.
Verkið snýr einnig að niðurrekstri stálþils og stífun þess með boruðum akkerum í klöpp ásamt ásoðnum stagbitum til að tryggja vatnsþéttan grunn fyrir uppsteypu dælustöðvar í næsta áfanga.
Gerð landfyllingar, efnisvinnsla, rofvörn yfir lagnaskurði í sjó, millidæling á skólpi um Elliðavogsræsi og uppsteypa á nýjum tengibrunni fyrir aðveitu skólps inn á Naustavogsstöð, eru meðal annars, hluti af verkinu.
Helstu magntölur eru:
Gröftur 7600 m3
Fyllingar 3000 m3
Þrýstilagnir í sjó 110 m
Fráveitulagnir 80 m
Ídráttarör 700 m
Efnisvinnsla 770 m3
Stálþil 160 m
Stagbitar 160 m
Stög fest í berg 35 stk
Bergfestingar 115 stk
Vatnsþéttingarbiti 105 m
Staðsteyptur tengibr. 1 stk
Verklok eru 1. mars 2021.
Skilafrestur tilboða er til 11. ágúst nk.