FSR, fyrir hönd Alþingis, kynnir opið útboð vegna framkvæmda við jarðvinnu, uppsteypu og fullnaðar- og lóðarfrágangs nýs skrifstofu- og þjónustuhúss Alþingis.
Hönnun þess byggir á samkeppnistillögu Studio Granda sem hlaut 1. verðlaun í samkeppni um hönnun hússins. Aðilar hönnunarteymis eru Studio Granda og EFLA.
Byggingin verður skrifstofu og þjónustuhús Alþingis og mun standa við horn Tjarnargötu og Vonarstræti.
Fyrirhuguð nýbygging (grunnhús á 4 hæðum ásamt 5. hæð og kjallara) er um 6.362 m2 að stærð og þar af er bílakjallari um 1.300 m2.
Útboðsgögn verða aðgengileg í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa TendSign frá 1. júlí 2020.
Tilboði ásamt fylgiblöðum skal skila rafrænt inn á TendSign útboðsvef Ríkiskaupa eigi síðar en 03. sept 2020, fyrir klukkan 12.00.
Allar nánari upplýsingar er að finna í viðhengjum inn á svæði verkefnisins í TendSign sem eru útboðs- samningsskilmálar og fylgigögn.
Spurningar og svör verða meðhöndluð í hinu rafræna útboðskerfi.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur.