Home Fréttir Í fréttum Ný viðbygging kostar um 720 milljónir

Ný viðbygging kostar um 720 milljónir

271
0
Teikning af viðbyggingunni. Ljósm: Stoð ehf. Verkfræðistofa

Áform um viðbyggingu verknámshúss Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki hafa verið uppi um langt skeið, enda brýn þörf á stærra húsnæði.

<>

Fyrirhuguð stækkun hefur nú verið kynnt fyrir sveitarfélögunum á Norðurlandi vestra, sem greiða 40% kostnaðarins og ríkið greiðir 60%.

Samkvæmt þeim teikningum sem lagðar hafa verið fram, er um að ræða 1.200 fermetra viðbyggingu og er kostnaðurinn áætlaður um 720 milljónir króna, að því er fram kemur á N4.is.

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra tekur vel í fyrirhugaða stækkun og sveitarfélögin hafa verið beðin um að taka afstöðu til hennar.

Í dag bókaði byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar jákvætt í erindið, en Sveitarfélagið Skagafjörður greiðir 55% þess kostnaðar sem kemur í hlut sveitarfélaganna.

Heimild: Huni.is