Home Fréttir Í fréttum 09.06.2020 Hringvegur (1) hringtorg við Landvegamót

09.06.2020 Hringvegur (1) hringtorg við Landvegamót

249
0

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í gerð hringtorgs á mótum Hringvegar (1), Landvegar (26) og Ásvegar (275), auk minniháttar breytinga allra aðliggjandi vega.

<>

Helstu magntölur eru:

Fræsing 7.250 m2
Styrktarlag 1.531 m3
Burðarlag 1.869 m3
Tvöfalt malbik 7.363 m2
Kantsteinar 295 m
Hellulögn 361 m2
Umferðarmerki 41 stk.
Götulýsing, skurðgröftur og strengur 1.000 m
Ljósastaurar 27 stk.
Málun 2.942 m

Verklok eru 1. október 2020.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 25. maí 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 9. júní 2020.

Ekki verður haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og verðtilboð.