Home Fréttir Í fréttum Sveitarfélögin fái endurgreitt vegna flýtiframkvæmda

Sveitarfélögin fái endurgreitt vegna flýtiframkvæmda

56
0
Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vill að sveitarfélögin fái endurgreiddan virðisaukaskatt af framkvæmdum sem þau ætla að ráðast í til að milda höggið á atvinnulífið.

<>

Markmiðið er að sveitarfélögin flýti framkvæmdum fyrir 15 milljarða króna í þessu skyni.

Sveitarfélög eru þessa dagana að kynna með hvaða hætti þau hyggjast koma til móts við fyrirtæki og heimili til að bregðast við þeim vanda sem fylgir kórónuveirunni.

Frestun á gjalddögum fasteignagjalda hjálpi mörgum
„Og þar auðvitað er stærsta einstaða aðgerðin, sem mér sýnist allir vera að grípa til núna strax, það er að fresta gjalldögum fasteignagjalda. Og það mun auðvitað hjálpa þeim atvinnugreinum sem núa eru að tapa sem mestum tekjum,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskara sveitarfélaga.

Bæði gjaldskrárbreytingar og framkvæmdir
Aðgerðir á vegum sveitarfélaganna eru settar fram samkvæmt tilmælum frá sambandinu. Mörg sveitarfélög hafa þegar ákveðið að breyta gjaldtöku fyrir velferðarþjónustu og vegna skertrar starfsemi grunn- og leikskóla, gjöldum fyrir mötuneyti, frístund og þessháttar.

Þá var lagt til að þau réðust í sérstök verkefni til að milda það högg sem samfélögin verða fyrir. Auka stofnframkvæmdir, ráðast í framkvæmdir við fráveitu, flýta viðhaldi og fleira.

15 milljarða flýtiframkvæmdir
Sigurður Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs sambandsins, segir nú verið að taka saman upplýsingar frá sveitarfélögunum um þessar framkvæmdir. Sett hafi verið markmið um 15 milljarða flýtiframkvæmdir og honum sýnist það ætla að ganga eftir.

Sveitarfélögin falli undir endurgreiðslu virðisaukaskatts
En Aldís segir að þarna sé nauðsynlegt að ríkisvaldið liðki fyrir svo þetta geti allt orðið að veruleika. „Að sveitarfélögin falli undir endurgreiðslu til dæmis af viðhaldsframkvæmdum. Svo ég tali nú ekki um fráveituframkvæmdir.

Til þess að við getum sett þessi verkefni af stað, sem eru oft á tíðum tilbúin og tiltölulega auðvelt að ráðast í. Og henta líka smærri verktökum, einyrkjum og iðnaðarmönnum á hverjum stað fyrir sig.“

Heimild: Ruv.is