Home Fréttir Í fréttum Eyrarskjól viðbygging: 7 vikum á eftir áætlun

Eyrarskjól viðbygging: 7 vikum á eftir áætlun

118
0
Mynd: BB.is

Í nýrri framvinduskýrslu um viðbyggingu við leikskólann Eyrarskjól á Ísafirði kemur fram að verkið sé um 7 vikum á eftir áætlun.

<>

Vinna hófst í lok mars 2019. Verkið felst byggingu á 187 m2 viðbyggingar norðvestan við núverandi leikskóla, ásamt 70 m2 tengibygginu suðvestan við núverandi leikskóla.

Einnig skal endurnýja eldhús í leikskólanum á um 110 m2 svæði, ásamt gólfefnum og klæðningum í öðrum hlutum hússins.

Samþykktir afa verið reikningar fyrir samtals 182 milljónir króna sem er um 78% af verkinu.

Eldhúsálma og tengigangur voru afhent 10,12,2019.

Viðbygging var afhent Ísafjarðarbæ 30.janúar 2020.

4. áfangi
Vinna við áfanga 4 hófst 7. febrúar 2020 og stendur hún nú yfir.

Búið er að leggja gólfefni á snyrtingar og flísaleggja gang og fatherbergi. Loftræstikerfi er að mestu komið upp, búið er að sprauta loftaplötur með málningu.

Langt er komið að mála veggi Búið er að klæða gitterbita og innveggi sem klæða á, búið er að breyta og bæta við rafmagnsdósum.

Heimild: BB.is