Home Fréttir Í fréttum Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut

Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut

171
0
Lesandi Vísis sendi þessa mynd, þegar hann mætti steypubílnum og lögregluhópnum. mynd: Visir.is

Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð.

<>

Bíllinn var á vegum fyrirtækisins Steinsteypunnar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Pétur Ingason, segir í samtali við Vísi að bíllinn hafi staðið við Vitastíg þar sem framkvæmdir standa yfir. Þar hafi einhver óviðkomandi stigið upp í bílinn, sem var í lausagangi, og ekið af stað.

Myndbönd af eftirförinni bera með sér að henni hafi lokið skammt frá Köllunarklettsveg. Ökumaður steypubílsins ekur upp á grasbala norðan megin við Sæbraut og hleypur úr bílnum. Hópi lögreglumanna tekst að hlaupa hann uppi skömmu síðar.

Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu nú á ellefta tímanum:

Mikil hætta skapaðist á tíunda tímanum í morgun þegar steypubíl var stolið við nýbyggingu á Vitastíg í miðborg Reykjavíkur og honum ekið niður Laugaveg, Bankastræti, um Lækjargötu og eftir Sæbraut uns bifreiðin stöðvaðist nálægt Kleppsvegi þar sem eftirförinni lauk. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins, en ökumaðurinn, karlmaður um þrítugt, virti öll stöðvunarmerki að vettugi og setti bæði sjálfan sig og aðra vegfarendur í mikla hættu með þessu framferði, en hann ók m.a. á öfugum vegarhelmingi á meðan þessu stóð. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð.

Heimild: Visir.is