Home Fréttir Í fréttum Hæsti styrkurinn til byggingar út­sýnis­palls í Bolungar­vík

Hæsti styrkurinn til byggingar út­sýnis­palls í Bolungar­vík

275
0
út­sýnis­pallur í Bolungar­vík

Greint var frá úthlutun 1,5 milljarðs króna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020.

<>

Fjármunirnir koma úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða og Framkvæmdasjóði ferðamannastaða en það voru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem greindu frá úthlutuninni í morgun.

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að gert verði ráð fyrir um þriggja milljarða framlagi til þriggja ára, sem renni til verkefnaáætlunar Landsáætlunar um uppbyggingu innviða sem gildi fyrir árin 2020-2022.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, greindu frá úthlutuninni í morgun.
Stjórnarráðið/Golli

Hæstu styrkurinn vegna framkvæmda við Bolafjall
Ráðherrarnir sögðu að sem fyrr sé áhersla lögð á að um sé að ræða heildstæða nálgun í gegnum svæðisheildir en einnig á annars konar verkefni svo sem til að auka fagþekkingu, bæta hönnun og samræmingu.

„Alls hafa verið skilgreindir 119 ferðamannastaðir, ferðamannaleiðir og ferðamannasvæði, þar sem aðgerðir hafa þegar hafist fyrir tilstuðlan landsáætlunar eða eru fyrirhugaðar til og með ársins 2022.

Úr glærukynningu ráðherranna.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitir styrki til 33 verkefna um allt land árið 2020 sem nema samtals 501,5 milljónum króna. Hæstu styrkirnir að þessu sinni eru styrkir til byggingar útsýnispalls á Bolafjalli í Bolungarvíkurkaupstað, áframhald uppbyggingar við Stuðlagil beggja vegna árinnar og bætt fráveitumál í Hrafntinnuskeri.

Önnur verkefni sem fá hærra en 15 milljón króna styrki eru bætt salernisaðstaða við Aldeyjarfoss og bygging skýla til náttúruskoðunar við fuglastíg á Norðausturlandi.

Þá hefur undanfarin ár verið lögð aukin áhersla á að efla heilsárs- og árstíðabundna landvörslu enda gegna landverðir mikilvægu hlutverki fyrir verndun náttúru, svo og fræðslu og upplifun ferðamanna á friðlýstum svæðum,“ segir í tilkynningunni þar sem lesa má meira um málið.

Heimild: Visir.is