Home Fréttir Í fréttum Villandi útlitsmyndir af nýjum byggingum eru vandamál

Villandi útlitsmyndir af nýjum byggingum eru vandamál

332
0
Nýja Munch safnið í Osló. Tölvuteikning og ljósmynd. Mynd: Herreros Arquitectos og Paul Kleiven / NTB scanpix

Þekkjum við þetta ekki hérna á Íslandi? Byggingar líta allt öðruvísi út þegar þær eru risnar en þær voru á útlitsmyndum arkitekta og byggingaraðila.

<>

Það má kannski fara að líta á þetta sem sjálfstætt vandamál, því ef þetta er rauninn er erfitt að taka alvöru afstöðu til nýbygginga.

Dæmið hér á myndinni er frá Osló. Þetta er nýja Munch-safnið þar í borg. Húsið er kallað Lambda, vegna þess að það minnir á grískan bókstaf með því nafni. Hanna Geiran skrifar um bygginguna á vefnum Vart Oslo.

Villandi teikningar af nýjum húsum eru vandamál, er yfirskrift greinarinnarinnar, höfundurinn tekur svo djúpt í árinni að kalla þetta lýðræðislegt vandamál.

Við þekkjum þetta hér. Voru til dæmis myndirnar sem birtust af óbyggðu Hafnartorgi nægilega líkar útkomunni eins og hún lítur út í dag? Og svo má náttúrlega spyrja, að hve miklu leyti eru slíkar blekkingar vísvitandi?

Heimild: Dv.is Eyjan